Sigur og ósigur

Punktar

Zbigniew Brzezinski, fyrrverandi ráðgjafi Jimmy Carter Bandaríkjaforseta,
segir í Washington Post, að rangt sé að tala um val milli sigurs og ósigurs
í styrjöldum á borð við árás Bandaríkjanna á Afganistan og Írak. Í rauninni
sé valið allt annað, milli þess annars vegar að þrjóskast við og vinna samt
ekki og hins vegar að hverfa af hólmi og tapa samt ekki. Spurningin sé ekki
um allt eða ekkert, heldur um viðurkenningu á staðreyndum, sem rúmast ekki
í alhæfingum sigurs og taps. Brzezinski segir að lokum, að Bandaríkin þurfi
aðra valmöguleika í hinu sorglega Íraksævintýri.