Sigmundur vill stríð

Punktar

Hingað til hefur ríkisstjórnin getað haldið stjórnarandstöðunni uppi á snakki um kosningar í haust. Margir vöruðu við þessu sem tálsýn til að vinna tíma til að knýja fram fleiri óvinsæl mál. Ekki fékkst dagsetning, en í lok vikunnar var farið að tala um október. Svo reis Sigmundur Davíð úr rekkju um helgina. Sagði haustkosningar aldeilis óþarfar. Að vísu er sjaldan neitt að marka hann, en hann er þó enn flokkformaður og dýrlingur þingmanna flokksins. Hann hefur því slegið forsætisráðherra sinn út af borðinu og ógilt tálsýnina um kosningar. Í augum andstöðunnar hlýtur þetta að teljast stríðsyfirlýsing gegn kjósendum.