Sigmundur Davíð segi af sér

Punktar

Þú getur ekki verið formaður stjórnmálaflokks út á fé, sem faðir þinn hafði á vafasaman hátt út úr einkavæðingu. Gunnlaugur M. Sigmundsson var innherji, sem sat yfir upplýsingum, er aðrir höfðu ekki. Notaði þær til að komast yfir ríkisrekstur, sem nú heitir Kögun. Um atferli hans og græðgi voru skrifaðar blaðagreinar árin 1995 og síðan fræga yfirlitsgreinin í Mogga 1998. Budda Gunnlaugs var síðan notuð til að troða syni hans í formennsku Framsóknar á erfiðum tíma í sögu flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson angar til himins af siðblindu föðurins. Hann mun aldrei leiða flokk sinn út úr spillingunni.