Sigalda

Frá Hrauneyjarfossi um Sigöldu á Landmannaleið.

Náttúrukortið.is segir þetta um Sigöldu: “Virkjunin stendur inni á hálendinu nokkuð sunnan Þórislóns. Í stöðinni eru þrjár 50 MW vélasamstæður. Tungnaá er stífluð efst í gljúfrunum ofan við Sigöldu og myndast við það 14 km² miðlunarlón, Krókslón. Sigöldustífla er 925 m löng og 40 m há í gljúfrinu þar sem hún er hæst. Úr Krókslóni er vatninu veitt eftir 1 km löngum aðrennslisskurði gegnum ölduna að inntaki á vesturbrún Sigöldu. Frá því liggja þrýstivatnspípur að stöðvarhúsinu og frá stöðvarhúsinu er 550 m langur frárennslisskurður út í Hrauneyjafosslón.”

Förum frá fjallaskála við Hrauneyjafoss suður á Hrauneyjafell og síðan til austurs fyrir sunnan Hrauneyjalón að Sigöldu. Þaðan til suðurs að Bjallavaði á Tungnaá og áfram suður á Landmannaleið.

17,7 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Hrauneyjar: N64 11.852 W19 17.026.
Bjallar vestur: N64 06.576 W19 06.284. Kofarúst

Nálægir ferlar: Jökulheimar, Dyngjur.
Nálægar leiðir: Skyggnisvatn, Bjallavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort