Siðleysið er enn við völd

Punktar

“Við erum ekki að sitja hérna í marga klukkutíma að ræða starfsmannalánin.” Þetta segir Hulds Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Kaupþings í viðtali við fjölmiðil. Hroki hennar er yfirgengilegur. “Við erum ekki einu sinni búin að ræða það.” Hún er samt að tala um afskrift kúlulána, mesta svindl sögunnar. Hún er að tala um mál sem rífur og tætir samfélagssáttmálann. Ekki er ónýtt fyrir nýtt Ísland að hafa svo firrtan fulltrúa græðgisvæðingar sem bankaráðsformann. Hvert sem við lítum í heimi fjármála og eftirlits og saksóknar á Íslandi er gamla siðleysið í fjármálum enn við óskert völd.