Siðferðisbrestur á þingi

Punktar

Atkvæðagreiðslan á Alþingi í gær gefur vísbendingu um, að meirihluti sé á Alþingi fyrir að loka þætti pólitíkusa í hruninu. Engar vitnaleiðslur verði og því komi þáttur einstakra ráðamanna ekki í ljós. Ekki verði heldur birt gögn þingmannanefndarinnar um aðild þeirra að hruninu. Að vísu er enn ekki öll nótt úti, en harður siðferðisbrestur hefur orðið. Mátti Alþingi þó ekki við meiru af slíku. Mesta ábyrgð á dapurri niðurstöðu gærdagsins bera fimm þingmenn Vinstri grænna. Reyndu í gær að hindra uppgjör á aðild einstakra ráðherra í stjórn Geirs Haarde að hruni Íslands. Það var ljótur leikur.