Síðdegismartröðin mín

Punktar

Fékk martröð í síðdegisblundinum í gær. Var að horfa á hópmynd frambjóðenda Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Karlar með hálsbindi eftir tízku um miðja síðustu öld. Flestir með dulmagnað Mona Lisa bros, hún var með skemmdar tennur. Þeir líktust frambjóðendum í bæklingi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Eins hálsbindi, eins lokuð bros, eins og Birgir eða Sigurður Kári. Vilja örugglega fara í stjórn með þeim. Vildu endilega fara út í fiskbúð fyrir mig. Ég treysti þeim ekki fyrir peningunum. Fann þó einn mann í lopapeysu og hann leysti málið fyrir mig. Martröðin linaðist.