Siðblindingjar verjast

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn flykkir sér að baki Bjarna Benediktssyni. Framámenn þar á bæ segja hann ekki hafa gert neitt ólöglegt. Það er að vísu ekki vitað enn. Hitt er víst, að formaður flokksins og öll hans ætt hefur verið og er á kafi í grófri siðblindu, sem hæfir ekki pólitíkusi og allra sízt forsætisráðherra. En líklega skiptir það kjósendur ekki máli. Þessi 22% þjóðarinnar, sem enn þverskallast samkvæmt skoðanakönnunum, eru bara kjósendur, sem láta sig siðblindu engu varða. En það eru þó um 50.000 kjósendur, sem eru haldnir siðblindu að meira eða minna leyti. Restin af þjóðinni þarf að einbeita sér að því að losna við bófaflokkinn.