Siðblindan í Framsókn

Punktar

Annar borgarfulltrúi Framsóknar segist engan áhuga hafa á stjórnmálum. Enginn vissi, hvað hún var að gera þar. Allir vissu hins vegar, að hinn borgarfulltrúi Framsóknar vildi hindra byggingu mosku við enda Suðurlandsbrautar. Nú er komið í ljós, hvað fyrrnefndi ekki-pólitíkusinn er að gera þarna. Hún er að hjálpa eiginmanni sínum við að sannfæra borgina um að reisa gámablokkir yfir fátæka. Hann er nefnilega umboðsmaður gáma, eins konar mr. Camp Knox. Þetta er algengt hjá Framsókn, siðblindingjar fara þar fram til að efla eigin hagsmuni. Þannig var Óskar Bergsson einu sinni óbeinn og skammlífur fulltrúi verktakans Eyktar.