Siðblinda þyrlar ryki

Fjölmiðlun

Litlu skiptir, þótt pólitískir plebbar rugli saman fréttamennsku, álitsgjöf og almannatengslum. Brynjar Níelsson og Frosti Sigurjónsson eru ómarktækir. Verra er, þegar menn rugla sinni eigin starfsstöðu. Þetta er svo sem ekki nýtt. Ég man eftir nýliða í fréttum, sem taldi sig geta tekið raðviðtöl við vini sína. En þetta hefur stórversnað, Fréttablaðið lýgur að minnsta kosti vikulega á hálfsíðu, að sjónvarpskokkur á Ínn sé einn bezti kokkur landsins. Þetta er siðblindan, sem hefur á breiðri víglínu haldið innreið sína. Menn ramba milli frétta, álits og almannatengsla eins og það sé sami grauturinn.