Siðblinda sjóðabraskið

Punktar

Tólf lífeyrissjóðir stéttarfélaga ráðast gegn hagsmunum félagsmanna. Með aðild að fyrirtækjum, sem brjóta niður kjarasamninga með ráðningu fólks í verktöku. Með aðild að fyrirtækjum, sem brjóta niður norræna módelið í heilsukostnaði. Ítrekað hafa þessir sjóðir fjárfest í bralli, sem kennt er við Albaníu-Ásdísi. Í Ármúla 9 var rekið sjúkrahótel þeirra, sem var svo afleitt, að fólk grét sig í svefn á hverju kvöldi. Ekki dró það úr áhuga lífeyrissjóðanna. Þeir reka þar heimahjúkrunina Sinnum. Húsið eiga þeir veðsett fyrir 3,3 milljarða. Einnig reka þeir á sama stað einkasjúkrahús. Allt er þetta undir hatti móðurfélagsins Eva Consortium. Braskið með lífeyri grefur undan almennri heilbrigðisþjónustu.