Siðblinda í pólitík

Punktar

Siðblindingar fylla ekki bara fangelsin, heldur einnig framboðslista. Þetta er fólkið, sem fær sitt fram með brosi og undirferli. Bak við meintar hugsjónir er falin græðgin, sem knýr siðblindingja. Þeir eiga mjög auðvelt með að blekkja þig og koma fram sem mannvinir. Taki þeir þátt í spurningaleik, fatta þeir, hvaða spurningar eru að leita að siðblindu, og svara samkvæmt því. Kunna öll trikkin. Formaður bófanna og fjármálaráðherra er siðblindingi, sem og borgarstjóraefni flokksins. Sá spekúlerar í lóðum, byggingarétti, byggð út í sjó, sem býr til fé úr engu. Um síðir verður unnt að greina siðblindu með heilaskönnun.