Síðasta vígi skálksins

Punktar

Munur er á þjóðlegu og þjóðrembdu. Menn geta verið þjóðlegir án rembu. Geta fylgt siðum og venjum, haldið upp á tungu, náttúru og metið þjóðarsöguna. Þjóðremba er allt annað, rökþrota pólitík á flótta. Síðasta vígi skálksins, segir enska spakmælið. Í stað þess að tala um málin belgir þjóðrembingur sig út. Ber saman Ísland og útlandið. Hafnar rökum á þeirri forsendu, að þau séu óþjóðleg. Telur útlenda hagfræði ekki gilda um Ísland og notar það til að halda fram heimalöguðum firrum. Hampar útrásarbófum sem útrásarvíkingum. Telur útlandið sitja á svikráðum. Þetta eru til dæmis ÓRG, SDG og ÖJ.