Sexfaldað hótelverð

Ferðir

Kannaði verð á gistingu á landsbyggðinni. Skoðaði til dæmis hótel, er auglýsa á heimasíðu gistingu á 15.000 krónur án sérbaðs. Sum eru á booking.com komin upp í 45.000 krónur og hærra. Eitt rokkaði þrjá daga á tölunum 65.000, 75.000 og 85.000 krónur. Komið upp í verðlag frægra lúxushótela í heimsins dýrustu miðborgum. Samt fullbókuð í sumar sýnist mér. Gætu þess vegna farið næsta ár yfir 200.000 krónur nóttin án baðs. Eitthvað er þarna skrítið. Annað hvort er tvenns konar veruleiki eða milliliður að maka krókinn. Í tölvupósti er mér boðin gisting á 15.000 krónur, booking.com býður mér sömu gistingu á 85.000 krónur. Einhver fórnardýr munu berja í borðið. Þetta er ávísun á málaferli.