Í grein í Guardian í gær skipti Gareth McLean tækjafíklum í flokka. Fyrst ber að telja Blackberry-fíkla, sem reyna að hitta feitum puttum á rétta stafi á ögursmáu lyklaborði lófatölvu til að svara tölvupósti. Síðan koma MySpace eða YouTube fíklar, sem ekki þvo sér og geta því eingöngu stundað mannleg samskipti á vefnum. Svo eru spilafíklarnir með Doom, Championship Manager og Civilisation. Síðan má telja iPoddara, sem eru líða utangátta um þjóðfélagið með hvítar snúrur í eyrunum. SMS-arar senda skilaboð allan daginn og þurfa aldrei að segja orð. Bluetooth er svo fyrir dópsala.
