Sérvizka vegagerðar

Punktar

Vegagerðir nágrannaríkjanna leggja tvö lög af malbiki á vegi, fyrst burðarlag og svo slitlag. Segja það ódýrara til langs tíma. Samt er þar ekki eins mikil notkun nagladekkja og hér og ekki eins tíð skipti frosts og þíðu. Vegagerðin íslenzka leggur hins vegar bara eitt lag og segir það betra. Enn eitt dæmi um hinar víðfrægu séríslenzku aðstæður, sem enginn skilur. Verkfræðingar hér á landi vita allt betur en erlendir. Að áliðnum vetri er samt komið í ljós, að ástand gatna og vega er vægast sagt skelfilegt. En vegagerðin heldur fast við þá sérvizku, að íslenzkar malbikunarvenjur séu betri en í nágrannaríkjunum.