Hryðjuverkaógn mannkyns er tvíþætt. Hún kemur frá kristnum og íslömskum trúarofstækismönnum. Kristnir sértrúarsöfnuðir afbaka biblíuna og hinir íslömsku afbaka kóraninn. Báðir textar eru á köflum vafasamt vegarnesti í nútímanum, einkum hatursfullt gamla testamentið. Fjölmennir og valdamiklir hópar í Bandaríkjunum trúa, að heimsendir sé að koma, vistkerfi jarðar megi fara fjandans til, mannkynið eigi að loga í styrjöldum. Þetta sé allt vilji guðs, sem muni í lokin taka sértrúarliðið í fang sér. Bandaríkin eru knúin fram af þessu rugli, sem er enn hættulegra en múslimar með sprengjur.
