Séríslenzka frjálshyggjan

Punktar

Hin séríslenzka frjálshyggja Hannesar H. Gissurarsonar og Davíðs Oddssonar er róttækasta frjálshyggja heims. Einkaframtakið var ekki bara rót allra framfara, heldur mátti ekkert eftirlit hafa með því. Það nefndist “hin dauða hönd ríkisins”. Því var dregið úr eftirliti, til dæmis fjármálaeftirliti og skattaeftirliti. Yfirmenn kerfisins fengu þau skilaboð, að eftirlit væri illa séð. Þetta skapaði kjöraðstæður fyrir bankstera. Spillingin gróf um sig í nánast algeru eftirlitsleysi. Davíð trúði ekki, að hrunið væri að koma, svo sannfærður var hann fram á yztu nöf. Sú var orsök séríslenzka hrunsins.