Sérhverri hæfni hafnað

Punktar

Jóhannes Kr. Kristjánsson er þekktasti rannsóknablaðamaður landsins. Gerði áður garðinn frægan á Kompás og síðast í Kastljósi. Ekki hefur borið skugga á vönduð verk hans. Nú er ráðning hans við Ríkisútvarpið ekki framlengd. Honum sparkað og það er meira en hræðilegt. Hinn gamli hornsteinn íslenzkrar fjölmiðlunar er ummyndaður í skötulíki, hossar bara bulli og sporti. Egill hættur með Silfrið og Jóhannes hættur í Kastljósi. Magnús Geir er á undarlegu ferðalagi með þessa áður virðulegu þjóðarstofnun. Bófapólitíkin er vissulega á bakinu á honum og Framsókn hatar klabbið. En „fyrr má nú aldeilis fyrrvera“ skipstjóri á flaki.