Evrópusambandið hefur gefizt upp á að neita Serbíu um fundi um undirbúning aðildar landsins að sambandinu, þótt Ratko Mladic og Radovan Kardzic hafi ekki enn verið afhentir, heilum áratug eftir stríðsglæpi þeirra. Þetta er líkt öðru hjá hinu friðsæla bandalagi. Það rífur kjaft út og suður, en hefur ekki bein í nefinu til að standa við hótanir. Það rífur kjaft við Íran, en leggur svo skottið milli fótanna. Það rífur kjaft við Bandaríkin og flaðrar svo upp um þau. Enginn tekur lengur mark á hótunum sambandsins. Viðræður þess við Serbíu hefjast eftir helgi.