Sér á parti í tilverunni

Ferðir, Veitingar

Hornafjörður er flottur. Fallegt bæjarstæði á borgum við höfnina. Litir í landslagi umhverfisins eru jökull, tún og líparít. Engin þétting byggðar í miðbænum, bara gömul hús. Ekkert álver. Allt í snyrtilegu viðhaldi, jafnvel sjávarútvegurinn nýmálaður. Við höfnina eru þrjú frábær himnaríki. Í fyrsta lagi hreinlegt gistihúsið Dyngjan með notalegum gestgjöfum og netsambandi. Í öðru lagi tveir veitingastaðir í toppstandi. Humarhöfnin og Pakkhúsið bjóða  nýveiddan humar grillaðan rétt við hlið humarskipsins Sigurðar Ólafssonar. Hornafjörður er sér á parti í tilverunni, betur heppnað dæmi en Borgarnes.