Seldu sál sína

Punktar

Viðsnúningur Vinstri grænna er makalaus. Fyrir stjórnaraðild sagði Katrín Jakobs:
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Nú segir hún, að láglaunafólk og öryrkjar eigi að hafa sig hæga. Stendur fyrir fjármálaáætlun, sem byggist á, að fátækir hafi hægt um sig, meðan forstjórar éti yfir sig. Erfitt er að sjá, að flokkar, sem áður störfuðu með Vinstri grænum, muni kæra sig framar um samstarf við þau. Þeir eru ábending til kjósenda um að kjósa ekki lýðskrumara, ef nokkrar minnstu líkur eru á að þeir selji bófum sál sína. Kjósa að minnsta kosti ekki Framsókn og Miðflokkinn, hvað þá Vinstri græn.