Seldu öll þín hlutabréf

Punktar

Seldu öll hlutabréf, sem þú átt, fyrir hvaða verð, sem fæst. Kreppan er rétt að byrja. Fyrirtækin munu hrynja eins og dómínó-kubbar. Glitnir felldi Stoðir fella Landsbankann osfrv. Fleiri fyrirtæki munu falla vegna lægra verðs eigna, sem seljast ekki. Útrásarfyrirtæki fara verst, þau byggjast á endurlánum, sem nú eru ófáanleg. Við þessar aðstæður mega menn ekki eiga hlutabréf. Ekki heldur í hlutabréfasjóðum. Einu eignirnar, sem þola kreppu, verða pappírar vestrænna ríkissjóða. Nema auðvitað Íslands. Hús og jarðir eru skárri til langs tíma, en þú verður lengi að liggja á þeim unz birtir.