Selárdalur

Frá vegi 85 í Vopnafirði við Selá að Þorvaldsstöðum í Selárdal.

Selárdalur eru allur í eyði utan Hróaldsstaðir yzt í dalnum, en hér voru mörg býli fyrr á öldum. Fremst voru Mælifell og Aðalból og utar í dalnum voru Þorvaldsstaðir og Hamar, Áslaugarstaðir og Leifsstaðir, Breiðamýri og Lýtingsstaðir.

Byrjum við þjóðveg 85 í Vopnafirði norðan við Selá. Förum eftir jeppavegi suðvestur með ánni að Þorvaldsstöðum í Selárdal.

18,5 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hágangar, Dragakofi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort