Selárdalsheiði

Frá Krossadal í Tálknafirði um Selárdalsheiði til Kirkjubóls í Arnarfirði.

Leiðin yfir háheiðina er vörðuð.

Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra. Förum frá Krossárdal austur Krossárdal og til norðurs upp á Selárdalsheiði í 470 metra hæð. Þar á háheiðinni er Biskupsvarða. Þaðan norður að Skarðsfossá og norðnorðaustur með ánni að austanverðu að Uppsölum í Selárdal. Síðan að Kirkjubóli.

10,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort