Nóbelshöfundurinn Günther Grass segir í International Herald Tribune, að siðferði heimsveldisins Bandaríkjanna hafi hnignað. Þar séu komnir til valda ofstækisfullir barbarar, sem hafi svikið hugsjónir þeirra, sem stofnuðu Bandaríkin á sínum tíma. Hann telur, að George W. Bush forseti sé að valda Bandaríkjunum gífurlegum skaða og segir andspyrnu þýzku ríkisstjórnarinnar hafa gert sig stoltan af að vera Þjóðverji.
