Segir ævinlega ósatt

Punktar

Sigmundur Davíð er furðulegur. Eini forsætis í hálfa öld, sem ævinlega fer með rangt mál, þegar hann talar. Nýjasta bullið er að kenna stjórnarandstöðu um að hafa blásið upp væntingar. Sjálfur sagði hann í síðasta mánuði: “Í undirbúningi eru róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila”. Er þetta ekki blásturinn? Er nýbúinn að segja, að stjórnarandstaðan þvælist fyrir skuldaleiðréttingu. Hún hefur samt nærri ekkert talað um hana, sem enginn veit hver er. Það er Bjarni Ben, er þvælist fyrir, sem betur fer. Telur forsætis sig komast linnulaust upp með lygi?