Segið upp orkusamningum

Punktar

Nærtækasta mál á dagskrá er að segja upp orkusamningum við stóriðju. Ástæðan er, að hún hefur haft ráðamenn landsins að fífli áratugum saman með „hækkun í hafi“. Þannig hefur henni tekizt að komast undan tekjuskatti. Gera má stóriðjunni þann kost að greiða svindlið til baka. Að öðrum kosti verði orkan boðin út að nýju eftir tvö ár. Ljóst er, að þjóðarsátt verður ekki um fleiri orkuver og því hætta á orkuskorti í landinu. M.a. vegna rafbíla. Skorturinn leysist með því að loka stóriðjunni, sem lægst greiðir orkuverð. Lítum á orkuver landsins sem takmarkaða þjóðarauðlind. Okkur ber að rukka auðlindarentu af stórnotendum. Eins og verður hjá kvótagreifum í fiski.