Áhrifamesti hagfræðingur síðustu ára er Joseph Stiglitz, sem er hvort tveggja í senn, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og fyrrverandi aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans. Hann átti mikinn þátt í að brjóta skörð í múr hins hægri sinnaða Chicago-skóla hagfræðinga, sem hefur sitt síðasta vígi í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, svo sem sjá má af ofstækisfullum tillögum sjóðsins um einkavæðingu heilsustofnana og menntastofnana á Íslandi. Stiglitz skrifaði í gær grein í Guardian um hlutverk seðlabanka, annars vegar gegn verðbólgu og hins vegar gegn atvinnuleysi. Hann telur, að Seðlabanki Evrópu miði stefnu sína of þröngt gegn verðbólgu. Hann telur almennt, að seðlabankar séu fílabeinsturnar, sem taki ekki tillit til þarfa þjóðanna.
