Sé eftir Birgittu

Punktar

Ég sé eftir Birgittu. Framganga hennar á sínum tíma togaði mig til fylgis við Pírata. Þar var í fyrsta sinn kominn alvöruflokkur fyrir mig. Mér sárnar höstug orð hennar í kveðjunni. Skil þó, að fólk með yfirburði á erfitt með sætta sig við meðaljóna kringum sig. Þannig verður það líka, þegar Gunnar Smári fer á þing með venjulegu fólki. Ég viðurkenni líka, að Birgitta kemur að gagni, þótt hún verði á flandri milli ráðstefna um allan heim. En ég hef líka tekið eftir, að í forustu Pírata hefur fólk komið í fólks stað. Án Birgittu hefur þingflokkurinn átt sitt öflugasta skeið og er á uppleið í fylgi. Píratar eru komnir til vera. Lengi enn.