Saurstaðaháls

Frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal að Svínhóli eða Kringlu í Miðdölum.

Seinasti hluti leiðarinnar er sá þýfðasti, sem ég hef lent í.

Förum frá Stóra-Vatnshorni austur með þjóðveginum að Eiríksstöðum og þar suður veg að Saurstöðum. Þar förum við suður á Saurstaðaháls og síðan vestsuðvestur hálsinn. Við förum mest í 220 metra hæð, síðan norðan við Svínhólsgil og komum niður að þjóðvegi 585 við Svínhól eða Kringlu.

8,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Prestagötur, Sauðafell.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson