Saumið að sovéskum.

Greinar

F ramkoma Sovétríkjanna gagnvart skákmeistaranum Kortsnoj kemur ekki á óvart. Sama ógeðslega hugarfarið í garð óþægilegra lítílmagna hefur hvað eftir annað komið fram hjá ráöamönnum Sovétríkjanna.

Skákmenn muna eftir því, hvernig sovézk yfírvöld ofsóttu tékkneska skákmeistarann Pachman, þegar hann hafði leitað hælis á Vesturlöndum. Þau bönnuðu sovézkum skákmeisturum að tefla með honum á mótum og tókst þannig að hindra, að hann fengi að taka þátt í ýmsum mótum. Jafnframt heftu þau ferðafrelsi þeirra skákmeistara Sovétríkjanna, sem höfðu látið falla vinsamleg ummæli um Pachman.

Nú leggja sovézk yfirvöld til, að Kortsnoj verði sviptur réttinum til að tefla um heimsmeistaratitilinn, þótt hann sé einn af þremur beztu skákmönnum heims samkvæmt stigatöflum. Að baki kröfunnar liggur hótunin um, að Sovétríkin kunni að hunza mót og einvígi Alþjóða skáksambandsins.

Svo kann að fara, að Sovétríkin fái sitt fram. Áhrif þriðja heimsins hljóta að aukast á þessum vettvangi sem öðrum. Þeirri þróun virðist venjulega fylgja bandalag þriðja heimsins, ArabarÍkja og Sovétblakkarinnar um að knýja fram áhugamál sín, þótt þau brjóti í bága við heiðarleg vinnubrögð.

Bandalag af þessu tagi virðist hafa myndazt gegn olympíumótinu, sem innan tíðar á að hefjast í Ísrael samkvæmt fyrri ákvörðun Alþjóða skáksambandsins. Sovétríkin krefjast þess nú, að olympíumótinu verði frestað og það síðan haldið annars staðar en í Ísrael.

Krafan er studd með því, að óvenju fáar þjóðir hafi tilkynnt þátttöku í mótinu. En það byggist aftur á móti á samkomulagi Sovétblakkarinnar, Arabaríkja oa nokkurra ríkja þriðja heimsins um að neita að tefla í Ísrael.

Sorglegt var að sjá íslenzka skáksambandið taka þátt í þessum ljóta lelk á tímabili.

Öll þessí svívirða sýnir, hversu misráðið var hjá alþjóða olympíunefndinni aö veita Moskvuborg rétt til að halda næstu olympíuleika. Fastlega má búast við, að Sovétríkin noti aðstöðu sína til frekari kúgunaraðgerða gegn þeim aðilum, sem veróa þá í ónáð.

Við leikana Í Kanada kom í ljós, að í þriðja heiminum eru uppi ötal kröfur um útilokun hinna og þessara aðila. Vegna sóðalegra viðskiptahagsmuna lét Kanadastjórn undan kröfum Kínverja. Hversu auðveldara mun Sovétstjórninni ekki reynast að spila á útilokunarkröfur úr þriðja heiminum?

Íslenzkir íþróttamenn sögðu í vor ljótar sögur af meðferð, sem þeir höfðu þá fengiö í Sovétríkjunum. Af útskýringum sovézkra yfirvalda á málinu varð flestum hér heima ljóst, að sögur Íslendinganna áttu við rök að styðjast.

Það er kominn tími til, aó íþróttamenn, skákmenn og annað keppnisfólk fari aó sýna villimönnum sovétforustunnar tennurnar.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið