Saumað að aflendingum

Punktar

Ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri skrifa grein í skattablaðið Tíund um skattaskjól á aflandseyjum. Segja fæsta aflendinga hafi greitt skatta og skyldur af földu fé. Kerfi blekkinganna sé að hrynja sem aumasta spilaborg. Panamalekinn sýni, að íslenzkir athafnamenn hafi lagt áherzlu á að fela fengið fé. Skattayfirvöld hafi verið blekkt, svo og fjármála- og samkeppnisyfirvöld. Hafi verið gert með flókinni uppsetningu með aðstoð fróðra manna í töfum, flæmingi, smjörklípum og jafnvel hótunum. Aflendingar geti „tæplega vænzt þess lengur að sitja einir að góssinu“, segja Skúli Eggert og Ingvar í TÍUND.