Sauðahryggur

Frá Sunnuhlíð í Vopnafirði um Sauðahrygg á Skjaldklofaleið við Geldingafell.

Byrjum á þjóðvegi 919 í Vopnafirði. Förum heimreið suður að Sunnuhlíð og áfram suður Sunnudal vestan ár og vestur að Þverlæk undir Gullborg. Suðvestur yfir Bungu, milli Bunguvatna og upp á Sauðahrygg. Mest í 560 metra hæð. Áfram suðvestur á Skjaldklofaleið við norðausturhorn Geldingafells.

25,7 km
Austfirðir

Skálar:
Geldingafellsskáli: N65 28.394 W15 17.807.

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Hofsárdalur, Fríðufell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort