Sátudalur

Frá Breiðabólsstað á Skógarströnd um Sátuhryggi og Sátudal á Flatnaveg til Hnappadals.

Fyrrum mikið farinn af lausríðandi mönnum, en ekki til lestarferða. Oft var sótt frá Breiðabólstað á Skógarströnd í heyskap á brokmýrum í Sátudal.

Förum frá Breiðabólsstað til suðurs mili Háskerðings að vestan og Kláffells að austan, suður um Valshamarsá og Valshamarsárkvíslar, í 240 metra hæð. Síðan suður í Sátudal á Flatnaveg að Höfða eða Rauðamel.

13,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Flatnavegur Kvistahryggur.
Nálægar leiðir: Háskerðingur, Valshamar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag