Sátt um bílastokkinn

Punktar

Meirihluti borgarstjórnar er kominn á þá skoðun, að setja þurfi Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlumýrarbraut. Er þannig kominn á þá skoðun, að greiða þurfi fyrir umferð bíla eins og annarrar umferðar. Þar með er komin sátt í skipulagsmálum um að leggja niður öfga gegn einkabílum. Nú þarf bara að endurskoða fækkun bílastæða til að umferðarmálin komist í eðlilegan farveg. Ég á þá auðvitað ekki við skipulagsmál almennt. Hverfa þarf einnig frá undirlægjuhætti í samskiptum við ofurfreka verktaka og arkitekta án fegurðarskyns. Hafnartorgið svonefnda verði endastöð í smekkleysu. Þarf ekki að sekta arkitekta fyrir að teikna slík skrímsli?