Sátt er minn vilji

Punktar

Samgönguráðherra heldur uppteknum hætti sínum frá því hann var bara þingmaður. Gefur yfirlýsingar um, hvernig þingið muni afgreiða mál. Kallar það sáttaferli, þegar kröfur hans eru samþykktar óbreyttar. Jafnvel þótt þær falli ekki að sáttmála ríkisstjórnarinnar. Þannig hefur hann gefið út yfirlýsingar um, að innanlandsflug verði áfram í miðbæ Reykjavíkur og alls ekki flutt til Keflavíkur. Segist vilja hafa samráð og sátt við alla um þessi mál og að þetta verði útkoman. Jón Gunnarsson hefur mjög óvenjulegar skoðanir á, hvað felist í samráðum og sátt.  Vasaútgáfan af einræðisherra telur, að það snúist um sinn eigin gráðuga vilja.