Satíra í áramótaskaupi

Punktar

Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði rétt: “Áramótaskaupið var óforskammað, ófyrirleitið, óbilgjarnt, ósanngjarnt, bráðfyndið og skemmtilegt. Ég var ánægður með það.” Viðbrögð hans eru líka rétt: “Ég sé ekki tilefni til afsökunarbeiðna.” Við getum haft skoðanir á skemmtigildi og sanngirni hvers skaups. En fáránlegt að hafa skoðun á, hvort það sé óviðeigandi. Skaup er í eðli sínu óviðeigandi og á að vera það. Satíra er eðlilegur þáttur í skaupi og lýtur lögmálum hirðfíflsins. Áramót eru réttur tími til að sleppa fram af sér taumum hefðbundinnar siðavendni. Áramót eru réttur tími fyrir satíru.