Sarkozy sálgreindur

Punktar

William Pfaff segir í IHT, að Nicolas Sarkozy forsetaframbjóðandi í Frakklandi sé ekki gaullisti. Hann hafi ekki heldur sem efnahagsráðherra sýnt markaðshyggju, heldur stefnu ríkisafskipta. Hann sé ekki trúaður úr hófi. Sízt af öllu sé hann af grein nýja íhaldsins í Bandaríkjunum. Fyrst og fremst sé hann orkubolti og tækifærissinni, sem geri allt til að verða forseti. Þáttur í því sé að beita lögum og reglu gegn innflytjendum. Þar með hafi hann tekið atkvæði frá Le Pen. Pfaff segir hann hafa einfaldan smekk fyrir pólitík. Hún snúist um eigin velgengni. Ekki um hægri-vinstri.