Sáraeinfalt í rauninni

Megrun

Í þrjú ár léttist um eitt kíló á mánuði að meðaltali. Var fyrir ári kominn í þá þyngd, sem ég vildi. Einföld er ástæðan fyrir því, að megrunin bilaði ekki að þessu sinni. Átakið var svo lítið á hverjum degi, að ég fann varla fyrir því. Með kaloríutalningu komst ég upp á lag með að vera örlítið undir viðhaldsneyzlu. Kannski hundrað kaloríum á dag undir þyngdarjafnvægi. Meira átak þurfti ekki. Smám saman vandist ég þessu mataræði og smám saman breyttist persónuleiki minn. Ég varð afslappaður, gat farið að notfæra mér samhjálp matarfíkla. Ég öðlaðist hugarró, sem flutti mig síðasta spölinn.