Alþekkt er í stóðinu, að gamli stóðhesturinn sigrar þann nýja, sem dregst sár og bitinn af blóðvelli. En sá gamli er orðinn svo sár og móður, að hann ræður ekki við næsta keppinaut um krúnuna. Algengt í dýraríkinu, en einnig í mannheimum. Phyrrhus sigraði Rómverja við Asculum 279 f.Kr. En sagði svo: “Nái ég öðrum slíkum sigri, er ég búinn að vera.” Síðan hefur slíkt verið kallað Phyrrusar-sigur. Sá var sigur Bjarna Benediktssonar á landsfundinum í gær. Náði kjöri með atkvæðum 45% fundarmanna. Þótt Hanna Birna skjögraði af blóðvellinum, mun sár og móður Bjarni tapa næsta hestaati í Flokknum.