Sannur Varoufakis

Punktar

Sjálfsævisaga Yanis Varoufakis er ein merkasta slík, sem ég hef lesið. Átti mikinn þátt í uppreisn Grikkja gegn fjárkröfum Evrópusambandsins. Lýsir atburðum eins og utangarðsmaður. Átti kost á að verða innvígður og innmúraður í alþjóðlega fjármálaklúbbinn fullorðinna, en hafnaði því í viðtali við Larry Summers. Varð viðskila við félaga sinn Alexis Tsipras í evrópska þjarkinu, sem hefur haldið Grikklandi á floti um árabil. Síðan varð Varoufakis einmana tígrisdýr á vinstri kantinum. Sífellt að minna á, að heiminum er stjórnað af peningagreifum, ekki pólitíkusum.  Heiðarlegur og einlægur texti Varoufakis sýnir siðferðisgjaldþrot kapítalismans.