Sannleikur í matarkúrum

Megrun

Oft er sannleikskjarni í matarkúrum, þótt þeir séu jafnframt hættulegir. Til dæmis gamla kenningin um fitusnauðara fæði. Fita í mat í gamla daga hjálpaði útivinnandi fólki í stöðugri vosbúð, en skiptir minna máli við skrifborðið. Að baki er breyting á lífsháttum. Kenningin um kolvetnasnauðara fæði byggist á, að kolvetni hafa breytzt. Til sögunnar hafa komið einföld kolvetni á borð við sykur og einföld brauðgerð á borð við gerbakstur úr sigtuðu mjöli. Þarna eru að baki breyttir atvinnuhættir, fyrst akuryrkja og síðan matargerð í verksmiðjum. Um það m.a. fjalla ég á námskeiði mínu um yfirþyngd og megrun.