Sandvík

Frá Selárdal í Arnarfirði vestur í Miðdal í Verdölum.

Jón Sigurðsson, síðar forseti Alþingis, reri út frá Verdölum á sínum yngri árum. Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra.

Byrjum við þjóðveg 619 í Selárdal í Arnarfirði. Förum vestnorðvestur fyrir Selárdalsfjall og Sandvíkurhyrnu yfir í Miðdal í Verdölum.

2,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Selárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort