Sandhólar

Frá þjóðvegi 47 suðvestan Miðfells í Hvalfirði um Sandhóla að Katlavegi í Leirársveit.

Förum af þjóðveginum norður með Miðfelli að vestanverðu, norður yfir Laxá í Leirársveit og yfir þjóðveg 502 að Skarðsheiði. Beygjum þar til vesturs undir heiðinni, förum framhjá Sandhólum að Lambagili og þaðan suðvestur á Katlaveg milli Hafnar í Melasveit og Leirárgarða í Leirársveit.

12,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH