Sandakravegur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vogum á Vatnsleysuströnd um Sandakraveg að þjóðvegi 427.

Á ferlir.is segir m.a.: “Gengið var um Skógfellaveg, beygt út af veginum skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá) og haldið upp Mosadal vestan við Kálffellið, upp fyrir Mosadalsgjá og áfram um sandsléttur norðvestan Nauthóla. Síðan var slóðinni fylgt suður með Fagradalsfjalli allt að Drykkjarsteinsdal.”

Förum frá Vogum um Reiðskarð og suður yfir Keflavíkurveg 41. Síðan áfram til suðausturs, austan við Snorrastaðatjarnir og um Mosadali að Fagradal. Svo til suðurs vestan við Fagradalsfjall, um Sandhóla að þjóðvegi 427.

13,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Skógfell, Stapafell, Einiberjahóll, Vatnsleysuheiði, Vatnsleysuströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort