Sandá

Frá skála í Leppistungum á afrétti Hrunamanna suðvestur með Sandá að skála í Svínárnesi á afrétti Hrunamanna.

Leiðin fylgir ekki jeppaslóðinni, heldur liggur um gróna bakka Sandár vestan árinnar alla leið í Svínárnes.

Miklumýrar eru víðáttumikið votlendi, erfitt yfirferðar utan vegarins.

Förum frá fjallaskálanum í Leppistungum yfir Sandá og suður með henni um Miklumýrar og vel færan Ófærukrók. Síðan til vesturs fyrir norðan Skyggni í Lausamannsölduver og loks yfir Sandá að fjallaskálanum í Svínárnesi.

17,0 km
Árnessýsla

Skálar:
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.
Svínárnes: N64 28.223 W19 44.547.

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Miklumýrar.
Nálægar leiðir: Svínárnes, Kjalvegur, Harðivöllur, Leirá, Svínárbotnar, Skyggnisalda, Rjúpnafell, Klakkur, Grjótá, Grjótártunga.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort