Samþjöppun gæðanna

Ferðir, Veitingar

Erlendu túristarnir eru mest í miðborginni innan Hringbrautar. Hafa fátt að skoða annars staðar. Því er mest þar af þjónustu fyrir ferðamenn, svo sem veitingahús. Þau þrífast, þar sem viðskiptin eru. Nærri allir beztu matstaðir landsins eru í 101. Bara náttúrulögmál, ekki vandamál. Flest góð hús þrífast hér á túristum. Beztu staðarnir eru þéttskipaðir slíkum á kvöldin. 80% eru útlendingar, sagði Friðrik V. við mig. Við eigum þeim að þakka að hafa aðgang að svo mörgum gæðastöðum. Sama að segja um beztu kaffihúsin, þrífast í 101. Við skulum fagna samþjöppun gæða. Úthverfin standa bara undir pítsum og bjór.