Samt ekki fokinn enn

Punktar

Frá sjónarmiði skaðaminnkunar talar Sigmundur Davíð of seint við fjölmiðla. Og bara við þá, þar sem hann telur sig geta ruglað átölulaust. Hættir sér ekki út úr vernduðu umhverfi siðblindingjans. Vekur auðvitað ekki traust. Jafnvel þótt átta útskýrarar muni segja, hvað hann var að meina. Hann er allt annar en hann sagðist vera í kosningunum. Laug um doktor frá Oxford. Skáldaði ævintýraloforð, sem hann stóð ekki við. Verst er, að hann mælti með krónunni, en faldi milljarð þeirra hjóna í gjaldeyri á aflandseyju. Var það, sem hann sjálfur hafði kallað að vera hrægammur. Í Vestur-Evrópu væri slíkur siðblindingi fokinn úr embætti.