Stóru bankarnir græddu 130 milljarða á fyrsta ársfjórðungi vegna lækkunar krónunnar. Á öðrum ársfjórðungi græða þeir 80 milljarða króna. Þetta er ekki langtímagróði, en skammtímagróði ver þá falli að sinni. Ríkisstjórnin telur sig líka græða á gengislækkunum. Þær eru “sveigjanleiki” eins og Geir H. Haarde orðar það. Slíkur sveigjanleiki væri ekki, ef evra og evrópskur seðlabanki réðu ferðinni. Með krónu getur stjórnin framleitt sveigjanleika. Hann felst í að svínbeygja dauðhrædda þjóð undir plön um fleiri álver sem allra fyrst. Þessi vitra túlkun fer eins og eldur í sinu um bloggið í dag.